Fannst á lífi eftir fimm daga

Wikipedia

Franskur fjallgöngumaður á fimmtugsaldri fannst í dag á lífi eftir að hafa eytt fimm dögum fastur í sprungu sem hann féll ofan í í Pýreneafjöllunum á landamærum Frakklands og Spánar.

Maðurinn var með meðvitund og ræddi við björgunarmenn þegar þeir fundu hann. Hann var með nokkur meiðsl en haft var eftir lögreglumanninum Sebastien Grandclement að það væri kraftaverk að hann skyldi ekki slasast verr en raun ber vitni en sprungan er 10-15 metra djúp. Maðurinn lagði af stað einn síns liðs á föstudaginn frá þorpinu La Pierre Saint-Martin.

Fjölmennt björgunarlið hóf leit að manninum á laugardaginn með aðstoð þyrlu. Hann fannst loksins þegar björgunarmenn heyrðu hann svara köllum þeirra. Slæmt veður á svæðinu gerði björgunarmönnum erfitt fyrir að sinna leitinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert