Ein fjölmennasta Gay Pride-ganga heims

AFP

Mörg hundruð þúsund manns tóku þátt í árlegri Gay Pride-göngu í Sao Paulo í Brasilíu í dag. Gangan er ein sú fjölmennasta sinnar tegundar í heiminum, en hún var nú haldin í tuttugasta skipti. 

Skipuleggjendur sögðu eitt af markmiðum göngunnar þetta árið vera að lýsa yfir stuðningi við löggjöf sem myndi gera Brasilíumönnum kleift að velja sér sjálfir það kyn sem þeir skilgreina sig innan, hvort sem það er sama kyn og þeir fæddust í eða ekki. Löggjöfin myndi einnig gera það að verkum að ríkið niðurgreiddi kynleiðréttingaraðgerðir.

Gangan var haldin í fyrsta sinn í borginni árið 1996 og gengu þá um tvö þúsund manns. Síðan þá hefur hún stækkað ár frá ári og er í dag orðin ein sú stærsta í heiminum.

Árið 2011 samþykkti Hæstiréttur Brasilíu hjónabönd samkynhneigðra.

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert