Sprengjan reyndist vera hjálmur og epli

Lögreglan í Kaupmannahöfn girti af hluta Nýhafnar eftir að grunsamleg …
Lögreglan í Kaupmannahöfn girti af hluta Nýhafnar eftir að grunsamleg taska fannst í Heibergsgötu. Ómar Óskarsson

Lögreglan í Kaupmannahöfn girti af hluta Nýhafnar nú síðdegis eftir að grunsamleg taska fannst í Heibergsgötu skammt frá heimili Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.

Danska Ekstra Bladed var á vettvangi og segir það svæðið hafa verið rýmt af mannaumferð í um tvo tíma í dag. Þá hafi fjöldi lögreglu- og slökkviliðsbíla verið á staðnum, auk sprengjusveitar hersins sem notaði sprengjuróbótinn Rullemarie til að sprengja upp töskuna.

Það heyrðist sprenging og reykur kom upp þegar Rullemarie skaut á töskuna, en að sögn blaðamanns Extra Bladed mátti sjá kolsvartan hjólahjálm og þá kom epli rúllandi út úr töskunni.  

Hefur blaðið eftir Lars Vesterweel, vaktstjóra hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn, að lögreglan hafi brugðist við aðstæðum eins og reglur segi til um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert