Viss um að rétt ákvörðun verður tekin

Paul McCartney
Paul McCartney AFP

Bítillinn fyrrverandi, Paul McCartney, er ekki viss um hvernig hann muni greiða atkvæði í þjóðaratkvæðinu um veru Bretlands í Evrópusambandinu sem fram fer 23. júní. Hann segist í samtali við franska dagblaðið Le Parisien hins vegar verða sáttur hvort sem niðurstaðan verði sú að Bretar verði áfram innan sambandsins eða segi skilið við það.

„Staðan er klikkuð á Englandi í augnablikinu! Þeir sem ég tala við sveiflast frá einum öfgum til annarra. Það er eins með mig, ég hef ekki tekið ákvörðun enn,“ segir hann. „Ég er alltaf að hlusta á ólíkar röksemdir fyrir því að yfirgefa Evrópusambandið eða vera þar áfram. Ég er viss um að besta ákvörðunin verður tekin eftir mánuð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert