Kynáttunarvandi ekki lengur sjúkdómur

Lagabreytingunum er einnig ætlað að þrýsta á Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) um …
Lagabreytingunum er einnig ætlað að þrýsta á Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) um að taka kynáttunarvanda af lista sínum yfir geðsjúkdóma. AFP

Frá og með 1. janúar 2017 verður kynáttunarvandi ekki lengur flokkaður sem geðsjúkdómur í Danmörku. Þetta var samþykkt í heilbrigðisnefnd danska þingsins í dag, en hingað til hefur fólk í kynáttunarvanda verið greint með geðsjúkdóm.

„Það er virkilega óviðeigandi að kalla þetta sjúkdóm,“ sagði Flemming Moller Mortensel, varaformaður nefndarinnar, í samtali við AFP fréttastofuna. Þá sagði hann að félag transfólks í Danmörku hafi lengi barist fyrir þessum breytingum. 

Lagabreytingunum er einnig ætlað að þrýsta á Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) um að taka kynáttunarvanda af lista sínum yfir geðsjúkdóma. 

Amnesty International fagnar ákvörðun Dana, og segir landið með þessu setja fordæmi fyrir önnur lönd hvað varðar réttindi transfólks. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert