Í haldi vegna morðs árið 1996

Melanie Hall.
Melanie Hall.

Karlmaður er í haldi lögreglu í Bretlandi, grunaður um að tengjast morðinu á Melanie Hall árið 1996. Hún sást síðast þar sem hún sat á stól við jaðar dansgólfsins á skemmtistaðnum Cadillacs á Walcot Street snemma morguns 9. júní það ár. Líkamsleifar hennar fundust við M5-hraðbrautina árið 2009.

Maðurinn er 45 ára gamall og er hann í gæsluvarðhaldi. Hall var 25 ára þegar hún hvarf og er maðurinn því fæddur um svipað leyti og hún.

Fyrr í þessum mánuði buðu foreldrar Hall fram fjármuni til þess sem kæmi með ábendingu sem leiddi til þess að sá eða þau sem ábyrg eru fyrir dauða hennar yrðu fundin sek.

Níu manns hafa verið handteknir vegna dauða Hall frá hvarfi hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert