Fallujah frelsuð að fullu að sögn hersins

Barist hefur verið um yfirráð í írösku borginni Fallujah.
Barist hefur verið um yfirráð í írösku borginni Fallujah. /AFP

Íraski herinn kveðst hafa náð yfirhöndinni á síðasta yfirráðasvæði íslamska ríkisins í borginni Fallujah. Yfirmaður í aðgerðinni, Gen Abdul-Wahad al-Saadi, segir menn sína hafa ráðist inn í Golan-hverfið, síðasta svæðið sem enn var undir stjórn hópsins sem kennir sig við íslamskt ríki, og segir borgina nú hafa verið að fullu frelsaða.

Fallujah var yfirtekin í janúar 2014 af liðsmönnum íslamska ríkisins en stjórnvöld settu aðgerð í gang í maí í þeirri von að endurheimta borgina úr klóm vígamannanna.

Fyrr í þessum mánuði fagnaði Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, „frelsun“ borgarinnar eftir að íraski fáninn var dreginn að húni á ráðhúsi borgarinnar. Að minnsta kosti 1.800 vígamenn féllu í aðgerðunum að sögn Gen al-Saadi.

Sigur þessi tók sinn toll af borgurum Fallujah, þeir hafa mætt gríðarlegri hættu og erfiði vegna baráttunnar um borgina.

Frétt af vef BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert