Frakkar og Þjóðverjar taki frumkvæði

Francois Hollande á minningarathöfninni í Dun-les-Places.
Francois Hollande á minningarathöfninni í Dun-les-Places. AFP

Francois Hollande Frakklandsforseti segir Frakka og Þjóðverja verða að taka frumkvæði innan Evrópusambandsins í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga úr sambandinu. „Það er skylda Frakka og Þjóðverða að sýna frumkvæði, því við höfum sýnt að frá óhamingju, hryllingi og stríði, gátum við myndað sterk vinabönd.“

Hollande lét þessi orð falla á minningarathöfn um síðari heimsstyrjöldina í þorpinu Dun-les-Places í Frakklandi. „Vinveitt þjóð, bandamenn okkar sem við tengjumst sterkum böndum, hafa ákveðið að yfirgefa sambandið okkar, Evrópusambandið, sem við trúum að sé óslítandi og óuppleysanlegt.“

„Ef við erum aðskilin, tökum við þá áhættu að sundrast og deila,“ hélt hann áfram, en „saman getum ekki eingöngu öðlast frið, heldur einnig virðingu borgara þessa góða sambands, sem Evrópa er“.

Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, bætti því við, að útganga Breta úr Evrópusambandinu skýrði umræðuna og opnaði fyrir endurbættri Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert