Brexit torveldar loftslagsaðgerðir

Yfirvofandi úrganga Breta úr ESB skapar óvissu í orkugeiranum og …
Yfirvofandi úrganga Breta úr ESB skapar óvissu í orkugeiranum og gæti grafið undan loftslagsaðgerðum. AFP

Loftslags- og orkumálaráðherra Bretlands segir yfirvofandi úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu gera landinu erfiðara fyrir að sinna skyldum sínum í að berjast gegn loftslagsbreytingum. Stjórnvöld séu hins vegar enn fastráðin í að taka á vandanum.

„Ákvörðunin á fimmtudaginn [í þjóðaratkvæðagreiðslunni] vekur upp fjölda spurninga fyrir orkugeirann, að sjálfsögðu gerir hún það. Það hafa verið verulegir kostir fyrir okkur versla með orku innan Evrópu og að vera hlið inn í Evrópu fyrir aðra heimshluta,“ segir Amber Rudd, loftslags- og orkumálaráðherra, sem telur Brexit gera Bretum erfiðara fyrir að berjast gegn hlýnun jarðar.

Engu að síður er talið líklegt að ráðherrann leggi fram ný markmið um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda á morgun.

Umhverfisverndarhópar og sérfræðingar í orkugeiranum hafa fagnað fyrirheitum Rudd um að bresk stjórnvöld muni áfram beita sér í loftslagsmálum af krafti en hvetja þau til að spýta í lófana.

Frétt The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert