Árásarmaðurinn í 14 ára fangelsi

Maðurinn mætir fyrir dómstól í Þýskalandi.
Maðurinn mætir fyrir dómstól í Þýskalandi. AFP

Maðurinn sem stakk borgarstjóra Kölnar í hálsinn í október í fyrra hefur verið sakfelldur fyrir morðtilraun og dæmdur í fjórtán ára fangelsi.

Dómstóll í Dusseldorf í Þýskalandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að maðurinn, hinn 45 ára gamli Frank S, hefði reynt að drepa Henriette Reker aðeins degi áður en hún var kjörin borgarstjóri Kölnar. Í dóminum kemur fram að hún hafi verið stungin fyrir skoðanir sínar, en hún lýsti því opinberlega yfir að hún væri hlynnt komu flótta­manna til borg­ar­inn­ar.

Árásin vakti mikinn óhug í Þýskalandi.

Eitt helsta verk­efni Reker áður en hún tók við borgarstjóraembættinu var að koma hælisleitendum frá Sýr­landi og öðrum stríðshrjáðum svæðum fyr­ir í borg­inni.

„Hann vildi senda skilaboð gegn stefnu stjórnvalda í flóttamannamálum. Hann vildi skapa umhverfi ótta og hafa áhrif á pólitík,“ sagði Barbara Havliza, dómarinn í málinu.

„Hann trúði því að þýsk stjórnvöld ættu ekki rétt á því að taka á móti flóttamönnum,“ bætti hann við.

Árásarmaðurinn játaði að hafa stungið Reker en neitaði því þó að hafa reynt að drepa hana.

Frétt BBC

Frétt mbl.is: Stungin fyrir skoðanir sínar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert