Ung kona lést á Hróarskelduhátíðinni

Hróarskelduhátíðinni lýkur í dag.
Hróarskelduhátíðinni lýkur í dag. AFP

Ung kona lést á Hróarskelduhátíðinni í nótt. Hún var flutt á sjúkrahús vegna öndunarerfiðleika en ekki reyndist unnt að bjarga henni. Dánarorsökin liggur ekki fyrir en rannsókn málsins stendur yfir.

Konan, sem var 20 ára, var sofandi í tjaldi ásamt vini þegar hún náði skyndilega ekki andanum. Vinurinn og aðrir gerðu tilraun til að veita fyrstu hjálp áður en konan var flutt á sjúkrahús.

Rannsókn lögreglunnar beinist m.a. að svæðinu þar sem konan svaf.

Að sögn aðstandenda hátíðarinnar hafa þeir sem voru með konunni fengið áfallahjálp og þá hefur gestum verið bent á að ræða við félagsráðgjafa á hátíðarsvæðinu ef þurfa þykir.

Hróarskelduhátíðinni lýkur í dag. Gestir á svæðinu eru taldir vera um 130.000.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert