Tala látinna komin í 150

AFP

Tala látinna vegna flóða í mið- og norðurhluta Kína er komin í 150.

Miklar rigningar hafa verið í Kína að undanförnu og hundruð þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. Samkvæmt BBC hafa héruðin Hebei og Henan orðið verst úti í flóðunum, en í Hebei-héraði eru í það minnsta 114 látnir og 111 saknað, auk þess sem 53.000 hús hafa eyðilagst. Í Henan-héraði hafa 72.000 manns flúið heimili sín og eru að minnsta kosti 15 látnir.

Íbúar á svæðunum hafa mótmælt yfirvöldum, sem þeir segja ekki hafa varað við flóðunum og ekki brugðist rétt við þeim. Rafmagnslaust er víða vegna flóðanna, auk þess sem samskiptakerfi og samgönguleiðir liggja niðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert