Vilja herða byssulöggjöfina

Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands.
Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands. AFP

Þýskir stjórnmálamenn hafa kallað eftir því að byssulöggjöf í landinu verði hert og frekari hömlur lagðar á sölu skotvopna í kjölfar skotárásarinnar í München á föstudag.

Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, sagðist í morgun vera reiðubúinn til að gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að takmarka aðgengi að banvænum skotvopnum.

Hinn átján ára Ali David Sonboly skaut níu manns til bana á föstudag áður en hann svipti sig lífi. Hann var vopnaður Glock-skammbyssu og hafði á sér meira en 300 byssukúlur.

Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands, sagðist í gær hafa í hyggju að endurskoða vopnalögin í landinu.

27 manns særðust í skotárásinni, þar af tíu alvarlega. Árásin átti sér fyrir utan Olympia-verslunarmiðstöðina, sem er sú stærsta í borginni.

„Við verðum að halda áfram að gera allt sem við getum til þess að takmarka og stjórna aðgengi að banvænum vopnum,“ sagði Gabriel, sem er leiðtogi sósíaldemókrata, samstarfsflokks Kristilegra demókrata í ríkisstjórn.

Hann sagði að þýsk yfirvöld rannsökuðu nú hvernig Sonboly, sem var af írönsku bergi brotinn, hefði getað nálgast byssu, þrátt fyrir að glíma við geðræn vandamál.

Skotárásin átti sér stað fyrir utan McDonald's.
Skotárásin átti sér stað fyrir utan McDonald's. AFP

Ströng byssulöggjöf er í Þýskalandi, ein sú strangasta í heimi, að sögn breska ríkisútvarpsins. Löggjöfin var hert enn frekar í kjölfar skotárásarinnar í Erfurt árið 2002, þegar sextán voru myrtir, og eins í kjölfar árásarinnar í Winnenden árið 2009. Þá létu einnig sextán manns lífið.

Fólk undir 25 ára aldri verður að gangast undir geðrænt mat, og standast það, áður en það getur keypt skotvopn. Sjálfvirk skotvopn eru bönnuð en leyfilegt er að nota hálfsjálfvirkar byssur í afþreyingartilgangi, svo sem til dýraveiða.

Þrátt fyrir herta byssulöggjöf er byssueign nokkuð algeng í landinu á heimsvísu.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert