Vélarbilun um borð í vél Emirates

Samkvæmt inverskum miðlum varð vart við reyk í vélinni.
Samkvæmt inverskum miðlum varð vart við reyk í vélinni.

Farþegaþota flugfélagsins Emirates, á leið frá Dubai til Maldíveyja, nauðlenti í Mumbai í dag vegna „tæknilegra örðugleika“. Félagið staðfesti í yfirlýsingu að flugi EK652 hefði verið beint til Mumbai en umrædd vel er af gerðinni Boeing 777-300.

Samkvæmt flugfélaginu var gert við vélina á Maldíveyjum og aðeins gert ráð fyrir sex tíma töf. Í indverskum fjölmiðlum var sagt frá því að vart hefði orðið reykjar í vélinni.

Emirates flýgur til 153 áfangastaða frá höfuðstöðvum sínum í Dubai.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert