Morðum í Ríó fjölgar um 17%

Ólympíuleikarnir hefjast eftir viku.
Ólympíuleikarnir hefjast eftir viku. AFP

Morðum fjölgaði um 17% í Ríó fyrri hluta þessa árs og voru 2.470 talsins. Eftir viku hefjast Ólympíuleikarnir í Ríó. Ef öll dauðsföll eru talin með, þ. á m. manndráp af gáleysi og dauðsföll af völdum lögreglu, var fjöldinn 3.001.

Tölurnar ná til ríkisins Ríó en langflest morðin eiga sér stað í borginni Ríó og úthverfum hennar. Von er á 500.000 ferðamönnum til borgarinnar í tengslum við Ólympíuleikana.

Dauðsföll af völdum lögreglu voru 399 mánuðina janúar–júní, en um er að ræða 14,3% aukningu frá fyrra ári. Fimmtán lögreglumenn létust við skyldustörf, einum færri en fyrri hluta árs 2015.

Ránum á götum úti fjölgaði gríðarlega, um 34%. Voru þau 58.999.

Tugir þúsunda hermanna og lögreglumanna munu sinna öryggisgæslu í Ríó meðan á Ólympíuleikunum stendur.

Tugþúsundir hermanna og lögreglumanna munu freista þess að halda lög …
Tugþúsundir hermanna og lögreglumanna munu freista þess að halda lög og reglu meðan á leikunum stendur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert