159 fórust í jarðskjálftanum á Ítalíu

Björgunarsveitarmenn gera ráð fyrir að halda leit sinni áfram í …
Björgunarsveitarmenn gera ráð fyrir að halda leit sinni áfram í alla nótt. AFP

Tala þeirra sem fór­ust í öfl­ug­um jarðskjálfta á Ítal­íu í nótt held­ur áfram að hækka. Sam­kvæmt síðustu töl­um fór­ust að minnsta kosti 159 manns í jarðskjálft­an­um og 368 eru særðir.

Skjálft­inn mæld­ist 6,2 á stærð og fannst víða um Ítal­íu, allt frá Bologna í norðri til Na­polí í suðri, en upp­tök hans voru um 70 km frá borginni Perugia. Ítalska eld­fjalla- og jarðeðlis­fræðistofn­un­in hafði um þrjú­leytið í dag numið rúm­lega 200 eft­ir­skjálfta.

Björgunarsveitir gera ráð fyrir að halda áfram leit sinni í alla nótt að þeim sem grafnir eru í rústunum og er notast við bæði vinnuvélar og handaflið við leitina.

Vitað er til þess að 86 manns hafi far­ist í bæj­un­um Am­at­rice og Accu­moli, og segir bæjarstjóri Amatrice að þrír fjórðu hlut­ar þessa sögu­fræga bæjar hafa eyðilagst í skjálft­an­um. Talið er að marg­ir liggi enn grafn­ir í hús­a­rúst­um beggja bæja.

Mik­il fagnaðarlæti brut­ust út í þorp­inu Pescara del Tronto þegar átta ára stúlku var bjargað lif­andi úr rúst­um í bæn­um.

Tjaldbúðir settar upp fyrir þá sem þurfa húsaskjól

„Þetta eru ekki loka­töl­ur,“ sagði Matteo Renzi, for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, á fundi með frétta­mönn­um fyrr í kvöld. Hann hafði áður lofað björg­un­ar­sveit­ar­menn og sjálf­boðaliða fyr­ir starf sitt, en marg­ir ruku til eft­ir að skjálft­ans varð vart í nótt og hófu að grafa fólk upp með ber­um hönd­um.

Renzi hét því að eng­inn myndi verða skil­inn eft­ir.

Smá­bæ­ir og þorp í fjall­lendi á mörk­um héraðanna Umbriu, Lazio og Le Marche urðu verst út i skjálftun­um.

Auk þeirra sem staðfest er að hafi far­ist í Am­at­rice og Accu­moli er vitað að a.m.k. 34 fór­ust í Le Marche-héraðinu, m.a. í ná­granna­bæj­un­um Arquata del Tronto og Pescara del Tronto.

Erfitt aðgengi er að mörg­um þess­ara litlu fjalla­bæja og er nú verið að koma upp tjald­búðum fyr­ir þá sem þurfa á húsa­skjóli að halda, en einnig er verið að koma upp neyðar­skýl­um í íþrótta­hús­um á svæðinu.

Sjálfboðaliðar vinna að því að koma vistum til íbúa jarðskjálftasvæðanna. …
Sjálfboðaliðar vinna að því að koma vistum til íbúa jarðskjálftasvæðanna. Gistiaðstöðu hefur verið komið upp í íþróttahúsum og tjaldbúðir reistar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert