Beinast gegn Ríki íslams og Kúrdum

Tyrkneskur skriðdreki á leið til Sýrlands.
Tyrkneskur skriðdreki á leið til Sýrlands. AFP

Hernaðaraðgerðir Tyrkja í Sýrlandi beinast ekki aðeins gegn Ríki íslams heldur einnig gegn hermönnum Kúrda. Þær ættu að binda enda á öll vandamál við landamærin, að sögn Recep Tayyip Erdgogan, forseta Tyrklands.

„Í nótt hóf herlið okkar aðgerð gegn Ríki íslams og hryðjuverkahópum PYD (Lýðræðislega sambandsflokki Kúrda),“ sagði Erdogan.

Hann sagði að markmiðið væri að „binda enda“ á öll vandamál við landamærin eftir endurteknar eldflaugaárásir frá svæðum Ríkis íslams í Sýrlandi og sjálfsmorðssprengjuárás í  brúðkaupi um helgina í borginni Gazinantep sem varð 54 manns að bana.

Frétt mbl.is: Stórsókn á Ríki íslams

Frétt mbl.is: 29 fórnarlambanna börn og unglingar

Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AFP

„Nóg komið“ 

„Við höfum sagt að nú sé komið nóg og það þarf að binda enda á þetta. Þetta mál þarf að leysa,“ sagði Erdogan.

„Leiðin til þess að leysa hryðjuverkavandmálið er að leysa vandamálin í Sýrlandi og Írak. Tyrkland mun stöðva hótanir sem eiga uppruna sinn í Sýrlandi.“

Tyrkneski herinn hefur sótt þrjá kílómetra inn í Sýrland að bænum Jarabulus sem Ríki íslams hefur á sínu valdi.

Samtímis hafa Tyrkir beitt loftárásum á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert