Einn látinn og 26 særðir

Það heyrðust sprengingar og byssuhvellir þegar árásarmennirnir réðust inn í …
Það heyrðust sprengingar og byssuhvellir þegar árásarmennirnir réðust inn í háskólann. AFP

Það kváðu við sprengingar og skothvellir þegar árásarmenn réðust inn í bandarískan háskóla í Kabúl í Afganistan í dag. Að minnsta kosti einn lést í árásinni og 26 særðust. Aðeins nokkrar vikur eru síðan tveimur prófessorum var rænt nærri skólanum.

Frétt mbl.is: Vígamenn ráðast á háskóla í Kabúl

Sérsveitir umkringdu svæðið en nemandi sagði í samtali við AFP að kennslustofan hans hefði fyllst af reyk og ryki þegar árásarmennirnir létu til skarar skríða. „Við sitjum föst og erum mjög hrædd,“ sagði hann í síma.

Margir aðrir nemendur notuðu samskiptamiðla til að biðja um aðstoð.

Talsmaður innanríkisráðuneytisins, Sediq Sediqqi, sagði ekkert benda til þess að nemendur hefðu verið teknir í gíslingu. Fjöldi árásarmanna lá ekki fyrir.

Enginn hópur hefur lýst árásinni á hendur sér enn sem komið er.

Blaðamaðurinn Ahmad Mukhtar, háskólanemi, tísti að honum hefði tekist að koma sér undan en margir vina hans og kennara væru fastir inni í byggingunni.

Að sögn talsmanns heilbrigðisráðuneytisins er ástand margra þeirra sem særðust alvarlegt.

Stjórnendur háskólans hafa ekki látið ná í sig.

Prófessorarnir tveir sem árásarmenn rændu 7. ágúst sl. eru enn ófundnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert