Joe Biden kominn til Tyrklands

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna.
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna. AFP

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, kom til Tyrklands í morgun til viðræðna við stjórnvöld þar í landi. Á sama tíma hófu Tyrkir hernaðaraðgerðir gegn Ríki íslams í bænum Jarabulus í Sýrlandi.

Frétt mbl.is: Stórsókn á Ríki íslams

Biden er hæst setti vestræni embættismaðurinn sem heimsækir Tyrkland síðan misheppnuð valdaránstilraun var gerð í landinu 15. júlí.

Varaforsetinn ætlar sér að styrkja tengsl Bandaríkjanna við Tyrkland eftir tilraunina. Stjórnvöld í Ankara telja að klerkurinn Fethullah Gulen, sem er búsettur í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, hafi staðið á bak við hana.

Fethullah Gulen býr í Bandaríkjunum.
Fethullah Gulen býr í Bandaríkjunum. AFP

Tyrkir hafa ítrekað óskað eftir því að Bandaríkjamenn framselji Gulen en hann hefur ítrekað neitað því að hafa staðið á bak við valdaránstilraunina.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum staðfestu í gær að Tyrkir hefðu formlega óskað eftir framsalinu. Gulen hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum frá árinu 1999.

Frétt mbl.is: Bandarískir embættismenn til Tyrklands

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert