„Það heyrist ekkert í þeim“

Slasaður maður í bænum Illica hringir í ættingja sína.
Slasaður maður í bænum Illica hringir í ættingja sína. AFP

Guido Bordo, 69 ára, sat sorgmæddur á bekk ásamt bróður sínum í ítalska bænum Illica þar sem mikil eyðilegging varð í jarðskjálftanum í nótt.

„Systir mín og eiginmaður hennar eru undir rústunum. Við erum að bíða eftir því að björgunarstarfsmenn komi en þeir komast ekki hingað upp,“ sagði Bordo við AFP-fréttastofuna.

Að störfum í húsarústum í bænum Amatrice.
Að störfum í húsarústum í bænum Amatrice. AFP

„Það heyrist ekkert í þeim, við höfum bara heyrt í köttunum þeirra. Ég var ekki á staðnum en um leið og jarðskjálftinn gekk yfir dreif ég mig hingað.“

Hann bætti við: „Þeim tókst að draga börn systur minnar út. Þau eru á sjúkrahúsi núna.“

Bordi og bróðir hans Domenico voru á meðal um 30 manns sem sátu á svæði í útjaðri Illica. Systir þeirra og eiginmaður hennar, sem höfðu komið þangað í frí frá Róm, voru á meðal fimm manneskja sem var saknað í bænum.

Slökkviliðsmaður og björgunarstarfsmenn í bænum Amatrice.
Slökkviliðsmaður og björgunarstarfsmenn í bænum Amatrice. AFP

Yfir 2.00 hafa misst heimili sín

Tugir til viðbótar létu lífið í nærliggjandi þorpum og yfir tvö þúsund manns hafa misst heimili sín tímabundið vegna skjálftans.

Domenico hafði þetta að segja: „Við búum frekar langt í burtu en fundum samt fyrir skjálftanum. Við kveiktum á sjónvarpinu og um leið og ég sá hvað hafði gerst hringdi ég í systur mína aftur og aftur en hún svaraði ekki,“ sagði hann.

„Ég óttaðist það versta og ég hafði rétt fyrir mér. Ég fæ ekki sé hvernig hún getur lifað þarna undir rústunum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert