Gagnrýnir búrkíní-bann harkalega

Bíkiní og búrkíní. Sundfatnaður kvenna.
Bíkiní og búrkíní. Sundfatnaður kvenna. AFP

Borgarstjórinn í Lundúnum, Sadiq Khan, gagnrýnir harðlega ákvörðun nokkurra bæjarstjóra í Frakklandi að leggja bann við því að konur klæðist búrkíní sundfatnaði í bæjarfélögunum. Khan er á leið til Parísar þar sem hann á fund með starfssystur sinni, Anne Hidalgo.

„Ég held að það sé ekki hlutverk neins að segja konum hverju þær megi klæðast og hverju ekki. Stöðvið þetta. Það er ekki flóknara en það,“ segir Khan í viðtali við  Evening Standard. Khan er fyrsti múslíminn til þess að stýra vestrænni höfuðborg.

Búrkíní og blautbúningur - hver er munurinn?
Búrkíní og blautbúningur - hver er munurinn? Instagram-síða femínista.

Um þrjátíu franskir bæir hafa lagt bann við búrkíní sundfatnaði og hefur þetta vakið hatrammar deilur um réttindi kvenna og veraldarhyggju. 

„Ég tel að þetta sé rangt. Ég er ekki að segja að við séum orðin fullkomin en eitt af því góða við Lundúnir er að við umberum ekki bara fjölbreytileika heldur virðum við hann, dásömum hann og fögnum honum,“ bætir Kahn við.

Æðsti stjórnvaldsdómstóll Frakklands mun í dag skoða gögn varðandi búrkíní bann í bænum Villeneuve-Loubet og hvort það standist stjórnarskrá landsins.

Khan og Anne Hidalgo ætla að ræða áhrif Brexit á fundi sínum sem og viðskipti og öryggismál. 

Hverju má klæðast og hverju ekki?
Hverju má klæðast og hverju ekki? AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert