480 hektarar brunnu á Korsíku

Skammt frá Poggio d'Oletta á Korsíku.
Skammt frá Poggio d'Oletta á Korsíku. AFP

Um 480 hektarar lands brunnu í skógareldum á frönsku eyjunni Korsíku í vikunni. Vegna eldanna þurfti fólk að yfirgefa heimili sín en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins í gærkvöldi.

Eldurinn braust út á þriðjudagskvöldið og logaði allt þangað til í gærkvöldi. Litlu munaði að hann næði til bæjarins sem er á norðurhluta eyjunnar.

Að sögn innanríkisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, má þakka það allsherjarútkalli hjá björgunarsveitum, slökkviliði og öðrum sem koma að land- og loftbjörgun. Hann þakkaði slökkviliðsmönnum fyrir það hugrekki sem þeir sýndu við slökkvistarfið en tæplega 200 tóku þátt í aðgerðunum. Meðal annars var vatnssprengjum varpað úr sex flugvélum á logandi skóglendið.

Frétt Corse-Matin

Th Local

Vatnssprengjum varpað úr flugvél skammt frá Poggio d'Oletta.
Vatnssprengjum varpað úr flugvél skammt frá Poggio d'Oletta. AFP
AFP
Íbúar Poggio d'Oletta fylgjast með eldinum.
Íbúar Poggio d'Oletta fylgjast með eldinum. AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert