Stjórnsýsludómstóll afturkallar búrkíníbann

AFP

Æðsti stjórnsýsludómstóll í Frakklandi hefur afturkallað bann gegn búrkíní sundfatnaði sem sett var á í bænum Villeneuve-Loubet í Frakklandi. Segir dómstóllinn að bannið sé „alvarlegt og brjóti augljóslega gegn grundvallarfrelsi til athafna, trúarbragða og einstaklingsfrelsi“.

Niðurstaðan kann að setja fordæmi fyrir aðra 30 bæi í Frakklandi þar sem bannið hefur einnig verið innleitt en dómstóllinn mun taka endanlega ákvörðun um lögmæti bannsins síðar. 

Þá sagði lögfræðingur fyrir utan réttarsalinn að fólk sem hefur verið sektað vegna reglunnar gæti kallað eftir endurgreiðslu. Það voru mannréttindasamtök og samtök gegn íslamófóbíu sem vöktu athygli réttarins á málinu sem tók málið fyrir.

Búrkíníbannið hefur verið umdeilt bæði í Frakklandi og um heim allan en skoðanakannanir benda til þess að flestir Frakkar styðji bannið. Bæjarstjórinn í Villeneuve-Loubetsegir segir bannið vera í samræmi við aðskilnaðarstefnu ríkisins en múslímar segja það beinast gegn þeim með ósanngjörnum hætti.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert