Mæla með ákæru á hendur Lula

Myndin hér að ofan, tekin 1. janúar 2011, sýnir varaforsetann …
Myndin hér að ofan, tekin 1. janúar 2011, sýnir varaforsetann Michel Temer (t.v.), Dilmu Rousseff og Lula. AFP

Lögregluyfirvöld í Brasilíu hafa lagt til að gefnar verði út ákærur á hendur Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta landsins, í spillingarmáli sem tengist olíurisanum Petrobras. Ákæruvaldið mun nú taka tillögurnar til skoðunar. Ákvörðun ákæruvaldsins um að gefa út ákæru í málinu er háð samþykki dómara.

Lula stofnaði Verkamannaflokkinn og sat á forsetastóli 2003-2010, áður en hann aðstoðaði núverandi forseta, Dilmu Rousseff, við að ná kjöri. Hann og eiginkona hans eiga yfir höfði sér ákærur vegna spillingar og peningaþvættis.

Málið byggir á meintu eignarhaldi Lula á strandíbúð og sveitasetri en lögregla segir að byggingaverktakinn OAS hafi staðið fyrir umfangsmiklum endurbótum á íbúðinni. OAS er aftur talið viðriðið umfangsmikið fjármagnssvindl hjá Petrobras, þar sem fyrirtæki greiddu mútur fyrir samninga.

Frétt mbl.is: Ris og fall Brasilíu

Frétt mbl.is: Spilling á spillingu ofan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert