Mannskæð gassprenging í Belgíu

AFP

Að minnsta kosti einn lést og fjórir slösuðust, þar af tveir alvarlega, í öflugri sprengingu í belgíska bænum Chimay, við landamæri Frakklands, í nótt.

Í frétt Guardian kemur fram að hluti íþróttamiðstöðvar í bænum hafi eyðilagst í sprengingunni en ekki er talið að um hryðjuverk sé að ræða.

Sprengingin varð skömmu eftir miðnætti í húsaþyrpingu sem nefnd er Le Chalon, suður af Chimay. Lögreglustjórinn í bænum, Pierre Maton, sagði í morgun að allt benti til þess að um gassprengingu hafi verið að ræða en unnið sé að rannsókn. Talið er að fimm hafi verið í húsinu.

Skemmdir eru minni en í fyrstu var talið en fjölmennt lið lögreglu og slökkviliðs tók þátt í aðgerðum í nótt. Lýst var yfir neyðarástandi í bænum og hefur lögregla girt svæðið af. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert