Chahed sver embættiseið

Youssef Chahed sver embættiseið.
Youssef Chahed sver embættiseið. AFP

Yngsti forsætisráðherra Túnis frá því að landið öðlaðist sjálfstæði sór embættiseið í dag. Youssef Chahed, 40 ára, og 26 ráðherrar í ríkisstjórn hans sóru að vinna af heilindum í þágu Túnis og virða stjórnarskrá landsins og lög.

Chahed er sjöundi forsætisráðherrann sem tekur embætti frá því að Zine El Abidine Ben Ali var tilneyddur til að segja af sér í uppreisn árið 2011.

Þingið samþykkti nýju ríkisstjórnina með 168 atkvæðum af 195. 22 greiddu atkvæði á móti og 5 sátu hjá. Ríkisstjórnin tekur formlega til starfa á mánudag.

Forsetinn Beij Caid Essebsi fékk Chahed stjórnarmyndunarumboð fyrr í þessum mánuði eftir að þingmenn samþykktu vantrauststillögu á hendur ríkisstjórn Habib Essid. Chahed tilheyrir Nidaa Tounes, flokki forsetans.

Hans bíða aðkallandi verkefni, ekki síst á sviði efnahags- og öryggismála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert