Þúsundir Svía án rafmagns

Afleiðingar óveðurs. Mynd úr safni.
Afleiðingar óveðurs. Mynd úr safni. mbl.is/Rax

Óveður í Svíþjóð, þar sem vindur hefur náð allt að 21 metra á sekúndu, hefur valdið rafmagnsleysi hjá þúsundum íbúa landsins í dag.

Sænska veðurstofan gaf út viðvörun í morgun fyrir Jämtland, Gävleborg og Västernorrland og hvatti fólk á þessum svæðum til að forðast að ferðast um vegi á bílum.

Um hádegi í dag hafði rafmagn farið af að minnsta kosti sex þúsund heimilum, að því er Dagens Nyheter greinir frá. Þá hafa tré fallið með rótum og hindrað umferð um vegi og eldur kviknaði í Jämtlandi í norðvesturhluta Svíþjóðar þegar tré féll á rafmagnslínu.

„Við höfum verið úti að hjálpa samgönguyfirvöldum að fjarlægja á bilinu fimm til tíu tré,“ segir Henrik Jönsson, talsmaður björgunarsveita á svæðinu, í samtali við Östersundsposten.

Veðurstofan hefur varað við sterkari vindum nú síðdegis áður en lægja tekur í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert