20 létust í loftárásum Tyrkja

Fjölmargir óbreyttir borgarar hafa látið lífið í loftárásum í Sýrlandi.
Fjölmargir óbreyttir borgarar hafa látið lífið í loftárásum í Sýrlandi. AFP

Að minnsta kosti tuttugu óbreyttir borgarar létu lífið í loftárásum Tyrkja í Sýrlandi í dag og 50 særðust. Hafa aðgerðir tyrkneska hersins í landinu nú staðið yfir í fimm daga, en þær bein­ast gegn bæði Ríki íslams og upp­reisn­ar­sveit­um Kúrda í Sýr­landi. 

Loftárásirnar voru gerðar á Jeb el-Kussa, þorp suður af landamærabænum Jarablus. Áhlaup tyrkneska hersins hófst fyrr í vik­unni þegar tyrk­nesk­ar herflug­vél­ar og skriðdrek­ar fóru yfir landa­mæri Sýr­lands ásamt sér­sveit­ar­mönn­um.

Sveit­ir sýr­lenskra upp­reisn­ar­manna til­kynntu í kjöl­farið að þær hefðu náð yf­ir­ráðum í Jara­blus með aðstoð tyrk­neska hers­ins, en bær­inn var áður á valdi hryðju­verka­sam­tak­anna Ríkis íslams.

Fyrsti tyrk­neski hermaður­inn lét lífið í Sýr­landi í gær en hann var um borð í skriðdreka sem sprengd­ur var upp af kúr­dísk­um víga­mönn­um. Kúr­d­ar segj­ast alls hafa eyðilagt þrjá skriðdreka.

Stjórn­völd í Tyrklandi segja aðgerðir tyrk­neska hers­ins bein­ast gegn bæði Ríki íslams og upp­reisn­ar­sveit­um Kúrda í Sýr­landi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert