Fimm í haldi vegna sprengingar í Brussel

Bifreiðin sem ekið var inn fyrir girðingar við National Institute …
Bifreiðin sem ekið var inn fyrir girðingar við National Institute for Criminalistics and Criminology (INCC-NICC) í nótt í Neder-Over-Heembeek. AFP

Belgíska lögreglan hefur handtekið fimm manns sem grunaðir um aðild að sprengingu við rannsóknarstofnun í afbrotafræði í úthverfi Brussel í nótt. Sprengingin olli miklu tjóni en engin slys urðu á fólki. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki talið að sprengingin tengist hryðjuverkasamtökum en mögulega hafi verið ætlunin að eyða sönnunargögnum. Fimmmenningarnir voru handteknir í nágrenni staðarins og er lögregla að yfirheyra þá í tengslum við rannsóknina, segir Ine Van Wymersch, talskona saksóknaraembættisins í Brussel. Hún ræddi við blaðamenn á fundi í dag en hún segir ekki neitt útilokað varðandi hryðjuverk. 

Stofnunin er til húsa í Neder-Over-Hembeek, norður af Brussel. Van Wymersch segir að stofnunin, sem safnar og rannsakar sönnunargögn,  hafi ekki verið valin af handahófi af árásarmönnunum. Þar sé unnið með mikilvægar upplýsingar í málum sem eru til rannsóknar hjá lögreglu þessa stundina.

National Institute for Criminalistics and Criminology (INCC-NICC).
National Institute for Criminalistics and Criminology (INCC-NICC). AFP
Byggingin er illa farin eftir sprenginguna.
Byggingin er illa farin eftir sprenginguna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert