Ríki íslams tengist árásum í Bangladess

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heilsar Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess við …
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heilsar Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess við upphaf fundar þeirra. AFP

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir nýjar sannanir benda til þess að tengsl séu milli hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams og fjölda mannskæðra árása sem hafa verið framdar í Bangladess á undanförnum mánuðum.

„Við ræddum þetta opinskátt og gerðum þeim alveg ljóst …að nýjar vísbendingar bentu til þess að Ríki íslams í Írak og Sýrlandi væru í sambandi við einar átta einingar víðsvegar um heiminn og að ein þeirra væri í Suður-Asíu,“ hefur AFP fréttastofan eftir Kerry, sem fundaði í dag með stjórnvöldum í Bangladess.

„Þeir tengjast að einhverju leyti aðilum hér og við létum það skýrt í ljós og því var ekki mótmælt,“ sagði Kerry. Stjórnvöld í Bangladess hafa ítrekað hafnað því að Ríki íslams hafi náð fótfestu í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert