Sjálfsvígsárás við kínverska sendiráðið

AFP

Þrír særðust þegar bifreið sem ekið var af sjálfsvígsárásarmanni sprakk við hliðið á kínverska sendiráðinu í höfuðborg Kirgistan í morgun. Enginn lést fyrir utan árásarmanninn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Að sögn aðstoðarforsætisráðherra Kirgistan voru það öryggisverðir sendiráðsins sem særðust í árásinni. Heimildir AFP-fréttastofunnar herma að bifreiðinni, Mitsubishi Delica, hafi verið ekið á hlið sendiráðsins áður en hún sprakk skammt frá aðsetri sendiherrans.

Nágrannar sendiráðsins segja að sprengingin hafi verið kröftug og rúður hafi brotnað í húsum þeirra. Starfsmenn í kínverska sendiráðinu sem og því bandaríska, sem er skammt þar frá, voru fluttir á brott. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert