Tíu látnir í kjölfar fellibyljar

AFP

Aurskriða grandaði níu manns á heimili fyrir aldraða í Japan í dag en hún féll í kjölfar mikillar úrkomu sem fylgdi með fellibylnum Lionrock.

Fellibylurinn hefur valdið miklum usla á hraðferð sinni yfir Iwaizumi í Japan og hefur úrhelli fylgt honum. Óttast er að fleiri séu látnir á elliheimilinu en björgunarstarf er enn í gangi. 

Eldri kona fannst látin á heimili sínu skammt frá elliheimilinu en flætt hafði inn á heimili hennar. Yfirlitsmyndir af svæðinu sýna að það er nánast allt á floti, hús og ökutæki. 

Lionrock kom á land í norðurhluta Japans í gær og og fylgdu honum 45 metrar á sekúndu og úrhelli. Hann olli einnig miklum usla á eyjunni Hokkaido. Þar er allt á floti og eru björgunarþyrlur að reyna að bjarga fólki sem heldur til á þökum húsa sinna þar sem heimili þess eru á floti í vatni.

AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert