Barn slapp naumlega

AFP

Fjórir menn særðust í skotárás í Malmö í gærkvöldi og er einn þeirra í lífshættu. Litlu mátti muna að barn yrði fórnarlamb árásarinnar, segir sænska lögreglan.

Árásin var gerð um kvöldmatarleytið, um klukkan 17 að íslenskum tíma, úti á götu í Fosie-hverfinu. Þrír hlutu minniháttar áverka en sá fjórði er alvarlega særður en hann fékk byssukúlu í höfuðið.

Vitni segja að fjórmenningarnir hafi verið saman í bíl sem eltur var af árásarmönnunum á tveimur vélhjólum. Bifreiðinni var ekið á tré og skutu þá árásarmennirnir, sem allir voru með grímur fyrir andlitum, á þá um 20 skotum en skotin hæfðu meðal íbúðarhús þar sem börn voru að leik.

Það er kraftaverk að það eru ekki fleiri á sjúkrahúsi, segir Mats Attin, yfirmaður í lögreglunni í Malmö. Hann segir að ein eða fleiri kúlur hafi farið inn í íbúðina og litlu munaði að barn yrði fyrir byssukúlu. Við erum að tala um örfáa sentímetra.

Frétt Sydsvenskan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert