Búast við notkun efnavopna

Öryggissveitir Íraks eru nú um 80 kílómetra suður af borginni …
Öryggissveitir Íraks eru nú um 80 kílómetra suður af borginni Mosul. Bandarísk yfirvöld telja líklegt að árás á borgina muni hefjast strax í byrjun október. AFP

Ríki íslams gæti notað sinnepsgas þegar ráðist verður að samtökunum og reynt að ná aftur borginni Mosul í Írak, en það er önnur stærsta borg landsins. Þetta segir Jeff Davis, talsmaður  varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna.

Á fundi með fréttamönnum í dag sagði hann að hægt væri að gera ráð fyrir því að samtökin myndu reyna að nota efnavopn að nýju eins og þeir hafi áður gert í fjölmörg skipti. 

Öryggissveitir frá Írak með stuðningi Bandaríkjanna eru nú á lokametrunum að undirbúa árás til að ná borginni á nýjan leik, en ríki íslams tók borgina með valdi árið 2014 og hefur hún síðan þá verið helsta vígi samtakanna í Írak. 

Telja bandarísk stjórn völd líklegt að öryggissveitir Íraks geti jafnvel hafið árás strax í byrjun október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert