Enga fimmu takk

Georg prins sést hér ræða við Justin Trudeau.
Georg prins sést hér ræða við Justin Trudeau. AFP

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, tók í gær á móti Vilhjálmi Bretaprins og fjölskyldu við komu þeirra til Bresku Kólumbíu. Georg prins var ekkert á því að gefa Trudeau fimmu á flugvellinum.

Guardian birtir myndskeið og frétt af fundi þeirra á flugvellinum og segir að lokins hafi Trudeau hitt jafnoka sinn þegar kemur að persónutöfrum. Þar hafi konunglegur breskur þokki verið á ferðinni. 

Trudeau beygði sig niður og bauð Georgi prins fimmu en prinsinn ungi hristi höfuðið og afþakkaði pent. 

Georg prins hefur heillað Kanadamenn upp úr skónum og hefur myndum af honum verið dreift víða á samfélagsmiðlum. Hann er ekkert feiminn við að hitta þjóðarleiðtoga og þegar Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kom í heimsókn á heimili hertogahjónanna af Cambridge þá tók Georg prins á móti honum á náttfötunum.

Katrín og Vilhjálmur hertogahjón af Cambridge.
Katrín og Vilhjálmur hertogahjón af Cambridge. AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert