Báru ábyrgð á dauða 5 ungra kvenna

Skemmtunin var haldin á Madrid-Arena leikvanginum og seldu þeir 16.492 …
Skemmtunin var haldin á Madrid-Arena leikvanginum og seldu þeir 16.492 miða en ekki var pláss fyrir nema 10.620 gesti. Af Wikipedia

Fimm menn voru dæmdir í fangelsi í Madrid í dag fyrir manndráp af gáleysi vegna dauða fimm ungra kvenna sem tróðust undir á hrekkjavökuskemmtun sem þeir skipulögðu árið 2012. Skemmtunin var haldin á Madrid-Arena leikvanginum og seldu þeir 16.492 miða en ekki var pláss fyrir nema 10.620 gesti.

Miguel Angel Flores, sem á fyrirtækið sem skipulagði viðburðinn fékk þyngsta dóminn, fjögurra ára fangelsi en vægasti fangelsisdómurinn hljóðaði upp á tvö og hálft ár. Auk þeirra voru tveir menn dæmdir til þess að greiða 3600 evrur í sekt fyrir aðild að málinu. Alls voru sjömenningarnir dæmdir til þess að greiða fjölskyldum ungu kvennanna 350 þúsund evrur í bætur fyrir hverja þeirra.

Þrjár konur, sem voru á aldrinum 18-20 ára tróðust undir á leikvanginum aðfararnótt 1. nóvember 2012 og tvær 17 og 20 ára létust af völdum áverka sinna á sjúkrahúsi. 

Við réttarhöldin kom fram að Flores hafi fyrirskipað að útgöngu og stigum yrði lokað svo hægt væri að koma fleirum fyrir til að auka hagnað af samkomunni. Þegar troðningurinn hófst og einhverjir fóru að skjóta upp flugeldum mátti sjá á myndskeiðum hvernig ungmenni reyndu að komast út án árangurs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert