Vilja hersveitir undir stjórn ESB

Ljósmynd/Evrópuþingið

Stjórnvöld á Ítalíu vilja að settar verði á laggirnar varanlegar hersveitir undir stjórn Evrópusambandsins sem geti tekið þátt í aðgerðum á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Sameinuðu þjóðunum. Til lengri tíma yrðu hersveitirnar vísir að her sambandsins.

Frétt mbl.is: Hernaðarbandalagið ESB?

Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að hugmyndir ítalskra stjórnvalda gangi lengra en hugmyndir sem ráðamenn í Þýskalandi og Frakklandi hafi kynnt til sögunnar um varnarbandalag Evrópusambandsins. Stjórnvöld á Ítalíu vilja að fyrst í stað verði einungis um það að ræða að þau ríki sem áhuga hafi leggi til búnað og mannafla til hersveitanna.

Ráðamenn á Ítalíu telja að þörf sé á því að hefja á ný sókn í átt til aukins samruna innan Evrópusambandsins samkvæmt fréttinni og eru hugmyndirnar liður í því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert