Aðeins 5.651 flóttamaður fluttur frá Grikklandi og Ítalíu

Souda-flóttamannabúðirnar í borginni Chios í Grikklandi eru reknar af staðaryfirvöldum.
Souda-flóttamannabúðirnar í borginni Chios í Grikklandi eru reknar af staðaryfirvöldum. AFP

Evrópusambandið stefnir að því að flytja 300.000 flóttamenn frá Grikklandi fyrir árslok 2017. Sambandið segist hafa náð umtalsverðum árangri í viðleitni sinni til að takast á við flóttamannavandann en útlit er fyrir að áætlanir um að deila 160.000 flóttamönnum niður á aðildarríki sambandsins á þessu ári muni ekki ganga eftir.

„Við höfum farið langan veg,“ sagði Dimitris Avramopoulos, framkvæmdastjóri flóttamannamála, þegar hann kynnti skýrslu um nokkrar helstu hliðar vandans. „Við höfum náð umtalsverðum árangri sem samband en eigum meiri vinnu fyrir höndum.“

Evrópa stendur nú frammi fyrir mesta flóttamannavandanum síðan í seinni heimsstyrjöldinni en vel yfir ein milljón manna hefur streymt inn í álfuna á þessu ári. Flestir eru að flýja átök í Sýrlandi og Mið-Austurlöndum, eða fátækt í Afríku.

Í september 2015 samþykkti Evrópusambandið tilskylda kvóta með það að markmiði að finna 160.000 flóttamönnum í Grikklandi og á Ítalíu heimili.

Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, sem hefur valdið reiði í mörgum ríkjum Mið- og Austur-Evrópu, en Þjóðverjar hafa þegar tekið á móti milljón hælisleitendum.

Enn sem komið er hafa einungis 5.651 flóttamaður verið fluttur frá Grikklandi og Ítalíu á þessu ári. Samkvæmt framkvæmdastjórn ESB verða 1.202 fluttir til nýrra heimkynna í september.

Með hertum aðgerðum verður hægt að flytja 30.000 flóttamenn til viðbótar frá Grikklandi á næsta ári, að því er fram kemur í áðurnefndir skýrslu. Um 60.000 flóttamenn dvelja nú í Grikklandi og eru í raun fastir eftir að nálæg ríki lokuðu landamærum sínum.

Aðeins helmingur fellur undir aðgerðaátætlun Evrópusambandsins, en hún nær til einstaklinga frá Sýrlandi, írak og Erítreu.

Samkvæmt Evrópusambandinu hefur verulega dregið úr straumnum frá Tyrklandi, þrátt fyrir valdaránstilraun þar í landi í júlí sl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert