Háði „skítlélega“ kosningabaráttu

Günther Oettinger.
Günther Oettinger. AFP

„Við verðum að sætta okkur við þessa lýðræðislegu niðurstöðu og þessa skítlélegu kosningabaráttu Camerons.“

Þetta sagði Günther Oettinger, sem fer með málefni stafræna hagkerfisins í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, á fundi með samtökum evrópskra símafyrirtækja í gær samkvæmt fréttavef breska dagblaðsins Evening Standard.

„Mér þykir það leitt en svona er lífið og skítur skeður,“ sagði Oettinger einnig. Vísaði hann þar til þjóðaratkvæðisins í Bretlandi í júní þar sem meirihluti breskra kjósenda samþykktu að segja skilið við Evrópusambandið.

David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, boðaði til þjóðaratkvæðisins og barðist fyrir áframhaldandi veru í sambandinu. Cameron sagði síðan af sér eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert