Veiddi 19 rottur á heimili sínu

Rotturnar höfðu yfirtekið húsið á meðan fjölskyldan og heimiliskötturinn voru …
Rotturnar höfðu yfirtekið húsið á meðan fjölskyldan og heimiliskötturinn voru að heiman. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Karlmaður í Belfast á Norður-Írlandi veiddi nítján rottur á heimili sínu á einum sólarhring. Hann segir að fjölskylda sín hafi þurft að yfirgefa húsið af öryggisástæðum.

Í frétt BBC um málið kemur fram að Michael McCann, Paula eiginkona hans og tvö ung börn þeirra hafi flutt út og dvelji nú hjá vinafólki.

Húsið sem þau bjuggu í var á vegum borgaryfirvalda og að sögn þeirra hjóna var það stútfullt af rottum er þau snéru til baka úr fríi nýlega. Þau segja að líklega hafi köttur þeirra haldið rottunum í skefjum áður en hann var á kattahóteli á meðan þau voru í fríinu. Því flykktust þær óáreittar inn í húsið.

McCann segist hafa veitt átta rottur fyrstu tólf tímana. Hann setti um gildrur og á einum sólarhring var hann búinn að fanga nítján rottur. Hann segir þær hafa verið stórar og gráar. Hann segist miður sín að vita af því að rotturnar hafi verið inni í húsinu, nálægt börnunum sínum. „Það er hræðileg tilhugsun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert