Vilja kjósa um sjálfstæði að ári liðnu

Stuðningsmenn Barcelona, Spánarmeistaranna í knattspyrnu, veifuðu fánum til stuðnings sjálfstæði …
Stuðningsmenn Barcelona, Spánarmeistaranna í knattspyrnu, veifuðu fánum til stuðnings sjálfstæði Katalóníu í leik um daginn. AFP

For­seti Katalón­íu-héraðs, Car­les Puig­demont, sagðist í dag vera reiðubúinn að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins í september að ári til að pirra Madrídinga.

„Við munum leita eftir því að semja við ríkisstjórn Spánar fram á síðasta dag. Við óskum þess að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í sátt og samlyndi við ríkið,“ sagði Puigdemont.

„Komi hins vegar til þess að viðbrögð stjórnarliða séu ekki jákvæð þá erum við tilbúnir...til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu í seinni hluta september á næsta ári,“ bætti Puigdemont við.

Sjálf­stæðissinn­ar náðu meiri­hluta á þingi Katalón­íu í þingkosningum í fyrra. Yfirvöld í héraðinu ákváðu í nóvember í fyrra að hefja ferli í átt að sjálfstæði. Síðan hefur lítið þokast í málinu.

Vinstriflokkurinn CUP, sem er hluti af bandalagi sjálfstæðissinna, styður ekki Puigdemont nema hann boði til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári.

Katalón­ía er eitt af 17 sjálf­stjórn­ar­héröðum Spán­ar og hef­ur sitt eigið tungu­mál og hefðir. Katalón­ía nýt­ur nú þegar nokk­urs sjálf­stæðis í mennta­mál­um, heil­brigðismál­um og lög­gæslu. Svæðið hef­ur í ár­araðir fal­ast eft­ir auknu sjálf­stæði frá Spáni og kvartað yfir því að sjá land­inu fyr­ir of mikl­um skatt­tekj­um miðað við mót­fram­lag í op­in­berri þjón­ustu og hef­ur hall­ast í aukn­um mæli að aðskilnaði við ríkið.

Skoðanakann­an­ir sýna að meiri­hluti íbúa á svæðinu, sem telja 7,5 millj­ón­ir, styðja kosn­ing­ar um sjálf­stæði í ætt við þá sem fram fór í Skotlandi í fyrra. Bar­átt­an fyr­ir aðskilnaði er ekki bara áhyggju­efni fyr­ir rík­is­stjórn Spán­ar held­ur einnig fyr­ir ýmsa leiðtoga í viðskipta­lífi lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert