33 saknað eftir aurskriður

20 hús eyðilögðust í skriðunum og 17 hús liggja nú …
20 hús eyðilögðust í skriðunum og 17 hús liggja nú undir um 400.000 rúmmetrum af aur. AFP

Rúmlega 30 manns er nú saknað eftir að aurskriða féll á tvö þorp í austurhluta Kína í gærmorgun.

Úrhellisrigning og sterkir vindar, sem fylgdu í kjölfar fellibyljarins Megi, ollu aurskriðunum sem féllu á þorpin Sucun og Baofeng.

Búið var að bjarga 13 manns í morgun, en 33 var enn saknað að sögn kínversku ríkisfréttastofunnar Xinhua. Kínverskir fjölmiðar hafa í dag sýnt myndbandsupptökur aurskriðu æða niður fjallshlíð á húsin fyrir neðan þar sem mannfjöldin öskrar af skelfingu.

20 hús eyðilögðust í skriðunum og 17 hús  liggja nú undir um 400.000 rúmmetrum af aur.

Búið er að flytja um 1.500 íbúa á brott frá svæðinu og 1.200 björgunarsveitarmenn vinna nú að því að moka leðjunni burt. Mikil flóð hamla hins vegar björgunarstarfinu og er talið líklegt að fleiri aurskriður kunni að falla.

„Okkar verk er nú að bjarga fólkinu og á sama tíma að koma í veg fyrir frekari hamfarir,“ sagði yfirmaður björgunarstarfsins í viðtali við sjónvarpsstöðina  CCTV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert