Fyrir dóm eftir að nemandi neitaði að yfirgefa stofuna

Kennarinn og nemandinn eru ekki á einu máli um hvernig …
Kennarinn og nemandinn eru ekki á einu máli um hvernig að brottvikningunni var staðið. AFP

Forfallakennari sjöunda bekkjar í Helsingborg í Svíþjóð var orðinn pirraður á stöðugum truflunum eins nemandans er hann vísaði honum úr tíma. Nemandinn neitaði hins vegar að yfirgefa skólastofuna og kennarinn greip því í hann og hann og vísaði honum út. Nú þarf kennarinn að fara fyrir dómara vegna málsins.

Dagblaðið Helsingborgs Dagblad segir kennara og nemanda ekki á einu máli um hvernig  að brottvikningunni var staðið. Kennarinn segist hafa gripið í herðar nemandans til að ýta honum í átt að dyrunum. Nemandinn segir kennarann hins vegar hafa slegið sig á varirnar, þannig að blætt hafi og að hann hafi fengið skrámu á hálsinn.

BEO, sem hefur umsjón með málefnum barna og nemenda og sem heldur utan um málsflutninginn fyrir nemandann, segir atvikið hafa verið ofbeldisfullt og að aðrir nemendur hafi þurft að skilja nemandann og kennarann að. Þá hafi nokkrir nemendanna orðið hræddir og hlaupið út að sækja annan kennara.

BEO hefur krafið Helsingborg sveitarfélagið um 15.000 sænskar krónur (rúmar 200.000 íslenskar krónur) í skaðabætur vegna málsins. Málið hefur raunar þegar farið fyrir sænskan bæjardómstól sem sýknaði kennarann af öllum sökum. Deiluaðilar þurfa  engu að síður að mæta á ný fyrir dómara, þar sem ákveðið verður hvort nemandinn eigi engu að síður rétt á skaðabótunum.

Málið hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð að sögn Helsingborgs Dagblad, ekki hvað síst vegna þeirra spurninga sem vakna varðandi bótagreiðslu ákvæði skólalöggjafarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert