Vara við „hörmulegum afleiðingum“

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. AFP

Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa varað við „hörmulegum afleiðingum“ eftir að ný lög voru samþykkt í Bandaríkjunum sem eiga að koma í veg fyr­ir að ríki njóti friðhelgi í þeim til­fell­um þar sem þau eru ábyrg fyr­ir hryðju­verka­árás­um sem leiða til dauða banda­rískra rík­is­borg­ara á banda­rískri grund.

Frétt mbl.is: Frumvarpið hættulegt fordæmi

Frétt mbl.is: Þingið snýst gegn Obama

Frum­varpið mun gera ætt­ingj­um fórn­ar­lamba árás­ar­inn­ar 11. sept­em­ber 2001 kleift að fara í mál við Sádi-Ar­ab­íu sem tengd hafa verið við hryðju­verk­in, þar sem tæp­lega 3.000 manns létu lífið. 15 þeirra 19 sem stóðu að árás­un­um voru sádiar­ab­ísk­ir rík­is­borg­ar­ar. Stjórn­völd í land­inu, sem hef­ur lengi verið bandamaður Banda­ríkj­anna, hafna hins veg­ar al­farið ábyrgð.

Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu kallaði í dag eftir því að Bandaríkjaþing gerði nauðsynlegar ráðstafanir vegna laganna til að koma í veg fyrir hörmulegar afleiðingar fyrir samskipti ríkjanna.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafði áður notað neitunarvald til að koma í veg fyrir að lögin yrðu samþykkt, en í gær kusu bæði öldungadeild Bandaríkjaþings og þingið  gegn neitun hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert