Frakkar gera loftárás á Ríki íslams

Rafale Marine orrustuflugvél á Charles de Gaulle á Miðjarðarhafi í …
Rafale Marine orrustuflugvél á Charles de Gaulle á Miðjarðarhafi í nótt. AFP

Franski flugherinn hefur hafið loftárásir á vígasveitir Ríki íslams. Um er að ræða aðgerð gegn Ríki íslams í Mosúl í Írak og taka átta orrustuþotur þátt í loftárásunum. Vélarnar tóku á loft í austurhluta Miðjarðarhafsins af flugmóðurskipinu Charles de Gaulle.

Þetta er þriðja aðgerðin sem flugmóðurskipið tekur þátt í síðan í febrúar 2015. Um er að ræða aðgerðir sem skipulagðar eru af Bandaríkjaher og beinast gegn Ríki íslams í Írak og Sýrlandi. 

Frakkar eru nú að styðja við bakið á her Íraks sem sækir á Mosúl bæði úr lofti og landi.

Flugmóðurskipið Charles de Gaulle.
Flugmóðurskipið Charles de Gaulle. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert