Loftárásir Rússa hafa kostað 9.300 mannslíf

AFP

Yfir 9.300 manns hafa látist í loftárásum Rússa í Sýrlandi undanfarið ár. Þar af eru 3.800 almennir borgarar. Árásirnar eru gerðar til stuðnings forseta Sýrlands, Bashar al-Assad.

Meðal látinna eru yfir 5.500 liðsmenn vígasamtakanna Ríki íslams og fleiri vígasamtaka, samkvæmt upplýsingum frá Syrian Observatory for Human Rights.

Að minnsta kosti 20 þúsund almennir borgarar hafa særst í árásum Rússa, segir í tilkynningu frá samtökunum. Tekið er fram að aðeins er um að ræða mannfall í árásum sem vitað er að Rússar standa á bak við en ekki árásir sem gerðar eru úr lofti en ekki hefur verið staðfest að séu gerðar af rússneskum herþotum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert