Minnir á risa á borð við Mandela

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði að Shimon Peres minnti hann á „risa 20. aldarinnar“ eins og Nelson Mandela, við jarðarför Peres í Jerúsalem í morgun.

Peres, sem er fyrrverandi forseti og forsætisráðherra Ísraels, hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1994.

Frétt mbl.is: Peres: Hetja eða stríðsglæpamaður

Barack Obama ásamt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í jarðarförinni.
Barack Obama ásamt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í jarðarförinni. AFP

„Á margan hátt minnir hann mig á suma af risum 20. aldar sem ég hef notið þeirra forréttinda að hafa hitt,“ sagði Obama við jarðarförina og nefndi bæði Nelson Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, og Elísabetu Englandsdrottningu.

Mahmud Abbas, forseti Palestínu, var á meðal viðstaddra.
Mahmud Abbas, forseti Palestínu, var á meðal viðstaddra. AFP

Margir af helstu leiðtogum heimsins mættu í jarðarförina, þar á meðal Angela Merkel, kanslari Þýskalands.

Karl Bretaprins í jarðarförinni.
Karl Bretaprins í jarðarförinni. AFP
Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, snertir líkkistu Peres í jarðarförinni.
Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, snertir líkkistu Peres í jarðarförinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert