Myrti 19 manns eftir rifrildi

AFP

Maður viðurkenndi í dag að hafa drepið 19 manns í þorpi í suðvesturhluta Kína. Ástæðuna má rekja til rifrildis sem maðurinn átti við foreldra sína um peninga.

Yang Quingpei myrti foreldra sína eftir að hafa komið til þeirra og beðið um peninga. Að því loknu drap hann 17 nágranna, þar á meðal börn, til að þau myndu ekki komast að því sem hann hafði gert.

Yang, sem er 27 ára gamall, var handtekinn eftir 33 klukkustunda leit en fórnarlömbin fundust í gærmorgun.

11 fórnarlömb voru karlar og átta þeirra konur. Yngsta fórnarlambið var þriggja ára og það elsta 72 ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert