Slökkviliðsstjórinn var brennuvargur

Wikipedia

Tæplega fertugur slökkviliðsstjóri í bænum Wolfsbach í Austurríki hefur viðurkennt að hafa kveikt sjö elda sem ollu tjóni upp á 80 þúsund evrur eða sem nemur rúmum 10 milljónum króna. Maðurinn var í kjölfarið tekinn höndum og sagt upp störfum.

Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.at að fyrsti eldurinn hafi verið kveiktur um miðjan júlí og sá síðasti 24. september. Málið hefur verið í rannsókn enda aðstæður þótt einkennilegar. Meðal þess sem kveikt var í var miðstöðvarkerfi, hlaða, garðskúr, útihúsgögn og ruslatunnur.

Þrátt fyrir að maðurinn hafi viðurkentn að hafa kveikt eldana liggur ekki fyrir hvað vakti fyrir honum. Austurrískir fjölmiðlar hafa velt því upp að hugsanlega hafi álag vegna erfiðs skilnaðar haft eitthvað með hegðun mannsins að gera. 

Rannsókn málsins heldur áfram og verður maðurinn í haldi lögreglu á meðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert