Spá slyddu á morgun

Það verður hæg norðanátt í dag og léttskýjað suðvestanlands, en skýjað og dálítil úrkoma í öðrum landshlutum. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast syðst.

Í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings kemur fram að á morgun er spáð suðlægri átt og stöku skúrir eða slydduél á morgun, en rigning eða slydda á SV- og V-landi síðdegis. Suðaustanátt á sunnudag og mánudag, vætusamt og milt veður en þurrt NA-lands.

Spáin fyrir næsta sólarhring:

Hæg norðlæg eða breytileg átt í dag. Rigning SA-lands, einkum síðdegis og smáskúrir eða slydduél fyrir norðan, en bjartviðri SV-lands. Hiti 2 til 10 stig að deginum, hlýjast syðst. Stöku skúrir á morgun, en suðaustan 5-13 m/s og rigning á SV- og V-landi síðdegis.

Á laugardag:

Hæg suðlæg átt og stöku skúrir eða slydduél, en suðaustan 8-13 m/s og rigning á SV- og V-landi síðdegis. Hiti 2 til 10 stig.

Á sunnudag:
Suðaustan 8-15 m/s, en 15-20 SV-til um kvöldið. Þurrt á NA-verðu landinu, annars súld eða rigning. Hiti 5 til 12 stig.

Á mánudag:
Hvöss suðaustanátt, en fer að lægja síðdegis. Rigning, einkum á S- og SA-landi og milt veður.

Á þriðjudag:
Suðlæg átt og skúrir, hiti 5 til 10 stig.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Sunnanátt og vætusamt, einkum S- og V-lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert